Leita í fréttum mbl.is

Almannatengslafélag Íslands

Almannatengslafélag Íslands var stofnað í þeim tilgangi að mynda samstarfsvettvang fyrir þá sem stunda almannatengsl í landinu í því skyni að vinna að fræðslumálum varðandi almannatengsl og ýmsum hagsmunamálum stéttarinnar. Fyrir nokkrum árum voru frumherjar í almannatengslum á Íslandi fáir - og starfsheitið var ekki einu sinni til í íslensku máli. Það er smám saman að vinna sér sess og nú hafa vel yfir hundrað manns almannatengsl að atvinnu á Íslandi.

Félagið var stofnað þann 27. september 2001, en fyrr um sumarið hafði verið haldinn undirbúningsfundur með þátttöku um 40 manna úr stétt almannatengsla.

Samkvæmt lögum geta allir gerst aðilar að félaginu sem starfa við almannatengsl eða hafa menntun á sviði almannatengsla og/eða sinna kennslu í faginu. Stjórn er þó heimilt að gera undantekningu í sérstökum tilvikum. Árgjaldið er 3.500 krónur.  

Aukaaðild geta þeir fengið sem eru við nám í almannatengslum, hafa tekið sér tímabundið hlé frá störfum við almannatengsl eða hafa starfað við almannatengsl en eru komnir á eftirlaun. Árgjald vegna aukaaðildar er helmingur af félagsgjaldi, en aukaaðilar hafa ekki atkvæðisrétt á fundum félagsins.  

Félagar í Almannatengslafélagi Íslands vinna margvísleg störf og kalla sig oft mismunandi starfsheitum - upplýsingafulltrúa, almannatengla, ráðgjafa og svo framvegis. Sumir vinna á sérstökum almannatenglastofum, aðrir fyrir einstök fyrirtæki, félög eða stofnanir. Enn aðrir vinna sjálfstætt. Talið er að almannatenglar á Íslandi séu vel yfir eitt hundrað. 

Margháttuð sérhæfing er að þróast á Íslandi í svipuðum dúr og víða erlendis. Eins og segir í lögum félagsins, þá eru almannatengsl stunduð víða í samfélaginu, meðal annars hjá hinu opinbera, fyrirtækjum, hagsmunasamtökum, félögum og fyrirtækjum sem sérhæfa sig í almannatengslum. Þau geta tekið á sig ólíka mynd, jafnvel innan sama fyrirtækisins. Almannatengsl felast til dæmis í upplýsingagjöf og margháttuðum samskiptum við almenning, fjölmiðla, hluthafa, fjárfesta, starfsmenn og aðra hópa sem og ýmis konar ráðgjöf og stefnumótun.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Almannatengslafélag Íslands

Höfundur

Almannatengslafélag Íslands
Almannatengslafélag Íslands
Blogg um allt sem er að gerast hjá fagfélagi íslenskra almannatengla.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband